5.flokkur K.A.

Velkomin(n) á blogg 5.flokks K.A.

13.2.2008 05:14:37 / 5.flokkur

Um Róbert Julian Duranona

  Róbert Julian Duranona
Róbert Julian Duranona fæddist 8. desember 1965 á Kúbu. Duranona var valinn í landslið Kúbu þegar hann var 17 ára gamall en landsliðsþjálfari Kúbu sá Duranona á unglingalandsliðsæfingu í körfubolta. Allsérstök byrjun á handboltaferlinum, en Duranona var fæddur sem skytta. Duranona fór á HM í Sviss 1986 og var markahæsti maður mótsins. Á HM í Tékkóslóvakíu 1990 varð Duranona næst markahæsti leikmaðurinn en eftir keppnina hætti landslið Kúbu að mæta á stórmót. Í október 1994 í landsliðsferð í Argentínu strauk hann og var kominn í KA í upphafi leiktíðar 1995-1996.

Duranona sem er 202 cm á hæð og 110 kíló, sló í gegn með KA eins og allir landsmenn vita. Með Duranona í fararbroddi varð KA meistari meistaranna, deildarmeistari og bikarmeistari tímabilið 1995-1996 en töpuðu fyrir Valsmönnum í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1996 gerðist Duranona íslenskur ríkisborgari og tók þá upp nafnið Róbert. Duranona fór strax í Íslenska landsliðið og gerði góða hluti með því. Hann var með KA tímabilið 1996-1997 og var að spila ótrúlega vel. KA varð Íslandsmeistari 1997 og Duranona átti mjög stóran þátt í því. Leiktíðina 96-97 skoraði Duranona 310 mörk fyrir KA í 40 leikjum sem er 7,75 mörk í leik! Róbert Julian Duranona fór síðan frá KA mönnum eftir leiktíðina og fór til Þýskalands. Lítið hefur heyrst af Duranona en af og til heyrist að hann sé að fara á kostum með þýska liðinu sínu, HSG Vulkan. Róbert Julian Duranona verður 40 ára gamall 8. desember á þessu ári, en hann er enn að spila á fullu. Á síðasta tímabili (2004-2005) skoraði Duranona 226 mörk í 27 leikjum með HSG Vulkan og gerir það 8,37 mörk í leik geri aðrir betur. Spurningin er því hvort það sé ekki bara best að fá Róbert Julian Duranona aftur í landsliðið og aftur í KA!Klukkan
RSS tengill
Klukkan
Dagsetning
29. nóvember 2014